- Project Runeberg -  Andvökur. Eftir Stephan G. Stephansson / V. 1908-1923 /
132

(1909-1923) Author: Stephan Guðmundsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Sérliver maður fellur í fyrirlitning
Fólksins vors er setið getur heima,

Bjóði ’ann ei og heimti sig í herinn,

Hana er ungum manni verst að þola.

Eg hef’ barist við þig vegna þarfar,

Við mig stríðir þú af lagaskyldu.

Munar bara, að einvaldurinn ykkar
Upptökunum sagður er að valda.”

*



“Ekki heldur er eg svona staddur

Af því, að í mínu landi hafi

Snemma í ágúst einn mann þarna hjá oss

Æði gripið. Djúprættari er sagan!

Áðan drapst þú, drengur, góm á stærra
Drápræði, sem þessu kom til leiðar:

Fólkið, eftir hálfrar aldar hugsun,
Hungurs-friður sinn við aukinn þrældóm
Gruna tók, að léki um eitthvað öfugt,

Út það breiddist. Máttarstólpar valdsins
Fóru að titra af ótta, þeir sem eru í
Öllum löndum sömu, og verða að styðjast
Hver við annan. Þjóð í þjóða-stríði
Þrautum sínum gleymir heimafyrir.
Kúgararnir verndar-vættir landsins
Virðast henni, meðan æðið stendur.
Þjóðhrokinn er þörf og stundarfriður
Þeim sem völdin hafa í hverju landi,
Streitan við að steypa upp allan heiminn
Stolti sinna þjóðvenja og tungu,

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 02:15:36 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/andvokur/5/0136.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free