Full resolution (JPEG)
- On this page / på denna sida
- Sidor ...
<< prev. page << föreg. sida << >> nästa sida >> next page >>
Below is the raw OCR text
from the above scanned image.
Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan.
Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!
This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.
Þú munt búa að huggun okkar hinna:
Hrinan þessi, sem um veröld gengur
Stríðisins dauða-stríð að muni verða?
Stytti upp, þá ljómi íriðarheiði
Fram um nyrztu náttmál okkar jarðar.
Nú sé barist um að flýta þessu,
Við að herja út frelsið til að fá það,
Fyrirstaðan ykkar til að sansast.”
*
“Höggvumst við um frelsi að vera í friði
Fáráðarnir, þú og eg? sem liöfum
Engan rétt til atkvæða um sjálfa
Okkur — leyfuni það sé okkur fornspurt,
Hvort við skulum myrða og láta myrðast.
Meinleysi er hvergi frjálst að vera,
Hérna banna herlög slíkt, en þarna
Hleypidómar lýðsins. Það er jafnvægt.
Erum við ei sjálfir hingað sendir
Sviftir vilja, háðir annars valdi?
Báðum sama erindið er ætlað.
Enginn munur hverja leið er vísað.
Það er satt, við höfuni hugsað okkur
Heimsfrið settan, við sem gerumst hrörir,
Horfnir mætti að hugsa um það lengur.
Hvar er æskan? við sem taka ætti
Lengri framsýn, djarfleikurinn, dáðin?
Drepin út! Það liggur hérna í valnum!
Næstu framtíð linekt við það, í liendur
Heiglinga og sérgæðinga einna.
<< prev. page << föreg. sida << >> nästa sida >> next page >>
Project Runeberg, Sat Dec 9 02:15:36 2023
(aronsson)
(download)
<< Previous
Next >>
https://runeberg.org/andvokur/5/0141.html