- Project Runeberg -  Andvökur. Eftir Stephan G. Stephansson / V. 1908-1923 /
140

(1909-1923) Author: Stephan Guðmundsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Á þá sem að öndvert geysa og falla
Undirstrauma í þessu dreyra-flóði.”

*



“Það er satt! Eg hef’ ei hæfni til að
Henda á lofti hverja söguskýring,

Feta stutt á eigin athugunum.

Einu sinni var, að mínu landi
Blæddi þó í þrjátíu ár til muna.

Það var kannske fyrir lítið efni,

Aðeins það: Hvort leyfa mætti lýðnum
Leið til guðs síns eftir bezta viti,

Eða þurka allar samvizkurnar
Út með smíðum lærðra kirkjufeðra.

Nú er líka önnur almenn kirkja
Uppi, sem að drotnar yfir heimi,

Hinni verri, ríkari en sú í Rómi.

Róm og páfi er nú í hverju landi
Æðsta ráðið, þau eru véla-valdið!

Vitið misbeitt: hefndargjöf þeim ríku,
Þrælkun fjöldans, þurfamanna smiðjan.
Þjóðríkjanna haturs-kapp um markað,
Til að fleyta ómegð sinni á öðrum
Allsþurfandi og smærri — svo þau bítast
Ekki um frelsi, en villimanna verzlun.

Vitið — okkar dáðu uppfyndingar,

Það á skuld á skelfingunum hérna.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 02:15:36 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/andvokur/5/0144.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free