- Project Runeberg -  Andvökur. Eftir Stephan G. Stephansson / V. 1908-1923 /
141

(1909-1923) Author: Stephan Guðmundsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Skaðræðið í höndum óvitanna,

Gæðalistin beitt til verstu vonzku.

Verða kannske endalokin manna
SáHgun undir sínum handaverkum?

Setja þeir jafnört brellur móti hrekkjum
Unz þeir komast hvorki fram né aftur,
Kurlast niður sigurvonalausir,

Neyðast til að bjargast undan byrði
Bákna-vits síns, þreyttu að eyðileggja?

Hefir ei þjóð þín hlynt að þessu valdi
Helzt og mest, og tekið lof sitt fyrir,

Ögrað svo með eftirdæmi sínu
Öðrum fram, að keppa sömu brautir?

Kannske þessi bylur af manna-blóði
Brjóti okið. Hver sem nú vó fyrstur!”

*



“Þetta minnir mig á lítilræði:

Manntjón, sem við biðum hér um daginn,
Okkar-megin, við að verja ykkur
Vígvél okkar beztu í skothríðunum.

Það var Helgrind, stórkýlan vor stælta,
Strá-drápvægast morðtól vort á ykkur,

Gorgó stríðsins, eftirlætið okkar.

Ákaft sóttuð þið, að taka hana.

Okkar völ varð loks um fall og flótta.
Fyrirliðinn okkar stóð sem vargur.

Hamóður, og hergrimmur á svipinn,

Stephan G. Stephansson: Andvökur 10

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 02:15:36 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/andvokur/5/0145.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free