- Project Runeberg -  Andvökur. Eftir Stephan G. Stephansson / V. 1908-1923 /
143

(1909-1923) Author: Stephan Guðmundsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Fyriróalausir hverjir verða

Settir í bráð á vetur, guð og gaddinn.

Glingrið sjálft, þeir óverðugu krossar,
Hittir: hvern af hending, eins og kúlan!

Hugrekkið og vopnfimin var áður
Sjálfráð eign hvers afarmennis, sífelt
Óhindruð og kunn hjá vin og óvin,

Snildin við að sigra og sér að forða
Sannleikur, sem kappinn naut og átti.

Þá var stríðið vígafrækni vargsins
Vilts en frjáls, og snildin hrífur ennþá.

Nú eru stríðin kör og dáðlaus dauði,
Drepsóttir, sem ganga yfir heiminn.”

*



“Það mun satt, úr orrahríðum okkar
Æfintýrin beztu séu flúin.

Eg kann sögu um sveitapilt hjá okkur
Sem fékst aldrei til að ganga í herinn,
Hvattur til þess, kvaddur til þess, neyddur,
Knúður hótun, spjáður, fyrirlitinn,
Dáðlaust afhrak allra feðra sinna
Álitinn, og skræfa hrædd við dauðann.

Þó að fyrir hug að halda friðinn
Hrakyrði og allra misboð þyldi,

Eins og seinna sást. — í herkví okkar
Sveit af ykkar liði vissum stadda.

Flýta varð sér, annars slapp hún undan.
Okkur varð ei sýnt um skemstu leiðir,

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 02:15:36 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/andvokur/5/0147.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free