- Project Runeberg -  Andvökur. Eftir Stephan G. Stephansson / V. 1908-1923 /
142

(1909-1923) Author: Stephan Guðmundsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Henti hverjum liðsflokknum af öðrum
Fram til varnar fyrir þetta goð vort,

Feldum jafnskjótt, hvern á annars hæla,

Brá ei hót þó hryndu allir niður,

Hörkulegri sýndist altaf verða.

Loks er átti engum á að skipa

Útför sína — vopninu þið náðuð

Senn af valnum — glúpnaði þessi gammur,

Grét sem barn, er óvættinn þið sprengduð.

Þig hefir kannske, faðir, dreymt um frægðir,
Freistað svona gæfunnar í stríði
Háður uppreisn þeirra kreptu krafta
Kotungsins, sem fæddur er til dáða?

Okkar fornu kappar eru kærir
Krökkunum, það eldist seint af manni.”

*



“Frægð af stríði! fyrir okkur, peðin
Færð af hönd, oss sjálfum óvitandi,

Sem fær alla tekju af þessu tafli,

Teflir í veð og lætur af sér drepa
Vísvitandi beztu menn á borði.

Bara í þeirri von, að andstæðingnum
Sjáist yfir seinni leik í máti.

Sigað er oss í dauðann fram til reynslu.

Við erum smöluð hjörð, sem undir hnífinn
Húsbændurnir ráku inn í kvína,

Grunlaus um hver fara skal til frálags,

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 02:15:36 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/andvokur/5/0146.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free