- Project Runeberg -  Andvökur. Eftir Stephan G. Stephansson / V. 1908-1923 /
145

(1909-1923) Author: Stephan Guðmundsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Og þeir stríddu að stjörnumerkja karlinn,
Stritaði hann gegn öllum þessum heiðri.
Sagði: að ei sú virðing færi að verðung,

Á vanagangi sínum hefði ’ann sloppið!

Yfirlætis-leysi gamla Fálka
Lýðir dáðust að. En jafnan mátti
Festa trú á fullyrðingum hans, sem
Fáar vóru. Eg ræð af mörgum líkum,

Að hann kysi allra-síztur manna
Utan á sér bera þessa lygi,

Ef hann vissi hví og hverjum heyrði
Heiðursmerkið — sem sé: drengnum ykkar.

Finnurðu ei á þér, faðir, að loknu æði
Fólkvígs þessa, að svipir slíkra manna
Munu gægjast gegnum valkestina
Glöggséðari af heiminum en áður, —

Helgari við hlið á þessum viðbjóð —

Hika framtíð manns við slíka glötun?

Kannske, faðir, lánsdagur þeim litlu
Löndum rísi upp af þessum myrkva,

Þessum sem að hlutlaus hafa staðið
Hjá, en yfir skörðum rétti setið!”

*



“Hlutlaust! góður, hvaða þjóð er hlutlaus?
Höfum við ei kunngert allri veröld, —

Oss til hróss, en fjandmönnum til felmturs —
Framhald þessa leiks um árafjölda
Hefðum ráðin á að láta endast,

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 02:15:36 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/andvokur/5/0149.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free