- Project Runeberg -  Andvökur. Eftir Stephan G. Stephansson / V. 1908-1923 /
146

(1909-1923) Author: Stephan Guðmundsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Án þess sjálfir þyrftum til að verja
Lands vors auði. Ávextir af lánum
Öðrum þjóðum hjá, því dável fleyttu.

Hver er hlutlaus, fyrst að allir eru
Um að borga oss fyrir niðurskurðinn?

Þið, og hinir, sjálfsagt líka sýnið
Svona reikning. Allur heimur geldur
Toll í okkar önn að eyðileggja.

Að eins, gæti nokkur þjóð um veröld
Stýrt hjá því, að sínu bezta blóði
Blæddi út í þessum mannaskaöa,
Manndóm sinn hún eftir myndi eiga
Óskertan — og kannske framtíðina.

Einn mun bezti vilji til þess verða
Vonspá góða að kveða fram í eyður
Huldra alda, gagnstætt tímans táknum.

Tryltum vígmóð blása í allar þjóðir
Viðburðirnir. Hermenskan er hróðug,
Hún á leikinn. Illra mála sönnun
Fagna allir víga-hrottar heimsins,
Hræðslu manna strax við þetta uppnám
Nota sér og hrópa á meiri lierskjöld.

Hjá þó vilji eitthvert ríki sitja,

Völdin þau sem hófu þessa hildi,

Hleypa reyna með sér út í bálið.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 02:15:36 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/andvokur/5/0150.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free