- Project Runeberg -  Andvökur. Eftir Stephan G. Stephansson / V. 1908-1923 /
148

(1909-1923) Author: Stephan Guðmundsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Heimsins hverju — son og bróður, eða
Eiginmann, og eftirsjáin brytist
Inn um hverjar dyr, og settist niður
Óvelkomin, aldrei til að víkja —

Alvörunnar samúð kynni að lokum
Sættast yfir allra manna skipbrot!

Efldust tunga sannleikans er reynslan.

Þú og eg, og fjöldi þarf að falla
Fyrst. — Og nú er rýmt til fyrir okkur!”

*



“Víst er, faðir, okkar hvíld senn úti!

Er að mestu ruddur þessi valur.

Eg hef’ gleymt, að eg í malnum mínum
Málsverð átti. Þó eg soltinn væri,

Fýsti mig þó meira um þetta við þig
Mál að ræða . Nú sezt eg að borði!”

*



“Bíð þú, meðan að eg sný mér undan!

Ekki get eg horft á þínar krásir.”



“Gríp og þigðu! — Þú hefir lengur soltið —
Þennan bita. Eg kemst af til nætur!

Sko, nú hef’ eg hent ’onum þarna til þín.”



“Hafðu ’ann sjálfur. Þú er svangur, drengur!”

*

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 02:15:36 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/andvokur/5/0152.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free