Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...
<< prev. page << föreg. sida << >> nästa sida >> next page >>
Below is the raw OCR text
from the above scanned image.
Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan.
Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!
This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.
Uppi held eg árum,
Inn til landsins hlera.
Þursar: “Sjóðum! sjóðum!”
Svarra uppi á björgum.
Setja að svælu-glóðum
Soðkatla í hörgum.
Hönd og höggvinn strjúpur
Hanga á steikar-teinum,
Krauma höfuð-kúpur,
Kynt er mannabeinum.
1915
Einvígið.
Kom á víga-völl, að hasla ’ann —
Vopndjörfust að hverjum leiki —
íþróttin og uppivazlan:
Egill skáld og Ljótur bleiki.
Þarna áttu afarmenni
Einvígi með sér að þreyta.
Ljótur — vargur, bæja-brennir,
Brúðaspillir, fyrst og seinast,
Sem að minni-máttar nennir
Meinalausum bændum leynast.
Egill, til að hlífa henni
Hrakgifting sem kveið að neita.
Stephan G. Stephansson: Andvökur 11
<< prev. page << föreg. sida << >> nästa sida >> next page >>