- Project Runeberg -  Andvökur. Eftir Stephan G. Stephansson / V. 1908-1923 /
158

(1909-1923) Author: Stephan Guðmundsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Gestur, fyrir greiðann fusa
Gestgjafann af hólmi að leysa,

Við þann komna her til liúsa
Hann sem mátti ei skjöld við reisa.
Fús að leggja Ljót að velli,

Landið frelsa, að ei sé vakið
Níðingsvíg á æsku og elli,
Ættarspell og frillutakið.

Enginn las þó Agli í svipinn,

Að honum blæddi kona hnipin.
Harðsnúðugu hetju-geði
Huglátssemin fór þó svona:

Lét sér ant, í gesta-gleði
Glúpin hví þar sæti kona,

Óljúf fyrir Agli að skriftast
Um þá nauðung: Ljóti að giftast,
Eða vita frænda feigan
Fyrir það að neita að eiga ’ann.

Agli í metnað mikilþægðar
Mildi rann, sem lind í fjalli —

“Eg skal, meyja, mæta karli
Mitt á hólmi,” Egill sagði,

“Tefja honum för til frægðar.”

Fríður þótti hann þessu sinni,

Þar hann stóð á hólmi búnum.

Var sem afl og íþrótt brynni
Undir skugga-dökkum brúnum,
Dró ei grimd, en geð á enni

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 02:15:36 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/andvokur/5/0162.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free