- Project Runeberg -  Andvökur. Eftir Stephan G. Stephansson / V. 1908-1923 /
166

(1909-1923) Author: Stephan Guðmundsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Þó féll svo sem enginn í
Orustu við “Yankee-Bluff”.

Þegar Kristur varð herprestur.

Úr helgum ritum hef’ eg það í minni,

Að herprestur varð Kristur einu sinni.

En stutt var ræðan, sú er sagan getur,

Og sem hann flutti: “Sliðra sverð þitt, Pétur!
Því hver sem bregður sverði, sá skal falla
Á sverðs-eggjunum” —. Við slíka texta alla,
Nú blæs til liðhlaups lúðrasveit guðs nýja —
Sem leigumenskan úlfinn sé að flýja.

1918

Eugene Debs.

I.

Loks gat meinráð megnað því:
Lengur, en væri lífs að vona,
Leifum fjörs á aldri svona:

Dýflissu þær dæmdust í.

Þennan vininn veslinganna,
Vandlætara rangindanna!

Lengi hefir lymskan elt hann,

Loks á þessu bragði felt hann —
Honum þó á kné hún kæmi,

Keypt er það, að skammgóðs dæmi.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 02:15:36 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/andvokur/5/0170.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free