- Project Runeberg -  Andvökur. Eftir Stephan G. Stephansson / V. 1908-1923 /
169

(1909-1923) Author: Stephan Guðmundsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Hvítvoðunginn elta, útlagann!

Þjáða æska, þú hefir guðshefnd gengið:
Grasgarðinn að Höfuðskeljastað.
Kaífasar kröfðust dóms um það.

Vald hjá okkur, öldungunum fengið.

Yngri kynslóð, hnígin, særð og svikin,
Saklaus um þær, vorar skuldir bar.
Hennar þjáning feðraverkið var!
Eyðilegging okkar handavikin —
Blóðhróps-vitni um breytni vora ranga:
Breiðan víða af krossmarkaðri jörð!
Líkþró föllnum legíónum gjörð —

Fyrir gef oss föstudaginn langa!

Blindu feður, aldrei yfirbætast
Okkar sök, með jólafriðnum á.

Samastað við hreppum áður, hjá

Þeim sem rændu — moldir okkar mætast.

Spá þá eina eigum, við að kætast:

Óvitarnir, reifabörnin smá
Haldi sælli sumar-páska — þá
Dánar vonir rísa upp, og rætast.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 02:15:36 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/andvokur/5/0173.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free