- Project Runeberg -  Andvökur. Eftir Stephan G. Stephansson / V. 1908-1923 /
178

(1909-1923) Author: Stephan Guðmundsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Fá mér vopnið, maður! Með því
Munda eg þig í hjartastað.

Veg í fylking okkar — eða í
Óvinanna. Sama er það.

— Hér er ekkert um að liirða
Annað en það, að myrða, myrða!”

V.

“Ilver er hann, á móti mér,
Morðinginn, sem þarna fer?

— Hversu slíkri villu er varið
Veit eg ei, en það eg finn:

Guði og mönnum get eg svarið
Gabblaust — það er faðir minn!

Hvað varð um hann? Heill eg er,
Hendur þó að féllust mér.

Gat hann hlíft mér? fram hjá farið.
Fékk hann þekt mig? drenginn sinn.
Feldi eg hann? En hef’ mig varið.

— Hvað veit eg það! Felli menn.
Lifi, berst og brýzt um enn.

— Brakar hrun í heimi öllum,

Hann og eg í rústir föllum.”

I

VI.

“Sko, nú legg eg augun aftur,

Út úr kvíðvænd næsta dags
Hníg í blund — en hrekk upp strax.
Andfælurnar leita lags,
ímyndana óráðs-kraftur.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 02:15:36 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/andvokur/5/0182.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free