- Project Runeberg -  Andvökur. Eftir Stephan G. Stephansson / V. 1908-1923 /
179

(1909-1923) Author: Stephan Guðmundsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

— Upp úr svefnsins óra-liljóði,
Orgar skrugga 11111 náttmyrkrið,
Sem eg engist saman við.
Völlur, manna-kroppum krökur
Kringum mig, í leiftraflóði.
Dregur allan mátt úr mér
Óbeitin, sem um mig fer,
Þræslu-víman, þetta flökur,
Þefurinn af mannablóði.
Troðinn möru-óværð er.”

VII.

“Æðið hefir aftur snúið
Á mig. — Eg get hvergi flúið.
Kastið eitt er nú að ná mér!

— Nið’r úr skýjum leið nú hjá mér
Líkhringing, frá kirkju-klukkna
Kór. Sem mér við eyra nam
Eins og sungið sé:

Requiem æternam
Dona eis domine —

Unz í gröfum opnum drukna
Ómar þeir, í legreit fram.

Veiztu hver eg var og er?

Vil þó ekki segja þér!

Eg er hann, sem grafir gisti:
Gadarinn sem mætti Kristi,

Er með sínum eigin tönnum
Af sér liold og klæði reif,

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 02:15:36 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/andvokur/5/0183.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free