- Project Runeberg -  Andvökur. Eftir Stephan G. Stephansson / V. 1908-1923 /
191

(1909-1923) Author: Stephan Guðmundsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Þeim, sem forðum hlupu um hirðir,
Hallir prýddu glöðum óð.

Leiðir í tal sitt fjalls þíns fegurð,
Fólgið skraut um grund og sand,
Svo þér nýjum unaðs-augum
Opnast sjálfs þín heimaland.

Eða lúllar bæjar-börnum,

Barnagælu um leikfang nýtt —
Héraðsmál og heimasaga
Hans á tungu verður frítt.”

Þarna hætti ’ún — horfði til mín:

— “Hér er eg á þrotum stödd!”
Áfram, áfram, leik þú, leik þú
Lagið — Hitt var fyrir-rödd.
Stundar-hugsa, hóf ’ún sönginn —
Hljóm þeim frá, sem kvað hún mér,
Allavega brotið bergmál
Berst, í mínum vísum hér:

“Árið liðu, yfir numda
Unga mey í kastalann —

Selda hönd, með ljúfu, lét hún
Loks fyrir bezta riddarann.

Var það þar, úr vori sumar
Vakna upp hún glaðast sá,

Þegar rós við rekkjustokkinn
Riddarans hennar fyrsta lá.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 02:15:36 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/andvokur/5/0195.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free