- Project Runeberg -  Andvökur. Eftir Stephan G. Stephansson / V. 1908-1923 /
193

(1909-1923) Author: Stephan Guðmundsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Vonir mínar, feigöar-fjall sem
Fennir skriðu á kotabæ.

Napóleon, Alexander —

Einhver Sesar blóðs og stríðs,

Skar upp heimi herör, út í
Helreið stærstu jarðar-lýðs.

Líkt og svangra úlfa ýlfur,

— Einbúans við kofann sinn
Út í vetrar-skugga-skógi —

Skerst í allar taugar inn:

Brutust heiftar-heróp þau í
Hreysi hvert og sali inn.

Bergmál það, frá blóðgum tungum,
Barst, sem skrugga, um dalinn minn.

Ótti greip mig um, að væri
Árs og friðar telft um veð,

Væri sig að hreinsa heimur
Hjartablóði sínu með.

Hné að minni vo og vonum,

Viljugt eldri sonurinn —

En með fáleik hrópin heyrði
Hermaðurinn — bóndinn minn.

Sveinn meö fögnuð fór í stríðið.
Faðirinn þögull hvarf svo með.

Báða kvaddi eg harma-hróðug.
Hvorugan fæ eg tíðar’ séð!

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 02:15:36 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/andvokur/5/0197.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free