- Project Runeberg -  Andvökur. Eftir Stephan G. Stephansson / V. 1908-1923 /
195

(1909-1923) Author: Stephan Guðmundsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Vonum mínum vaxinn bregðast
Virtist hann, er reyndi á.

Neitaði ávalt hann, að hlýða
Herskyldunnar lagakvöð,

Lét sig heldur heiman reka,
Hugleysing, á fangastöð.

Ungur fór. Kom árum síðar,
Umskiftingur nærri kör —

Faldi mig í faðmi sínum,
Feimulaust með bros á vör:

Frá þér, móðir, þrek að þola
Þáði eg meðan var eg brott
Þó með naumu yfir-inni
Ögranirnar, raun og spott.

Samt hef’ eg þó sigrað, móðir!
Svo af mínum völdum nú,

Hvergi syrgir saklaus ekkja
Sonarmissi, eins og þú.

Á við þá sem fóru og féllu,
Föðurland mitt kært mér er —
Væri eg sannur son þinn, móðir!
Sviki eg ið dýrsta í þér?

Þegar barna-börnin verða
Beztu drengir sérhvers lands,
Hlotnast þeirra mæðra-móður,
Metorð æðsta verðleikans.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 02:15:36 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/andvokur/5/0199.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free