- Project Runeberg -  Andvökur. Eftir Stephan G. Stephansson / V. 1908-1923 /
196

(1909-1923) Author: Stephan Guðmundsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

V.

Áfram hélt nú, ótilknúin,

Eftir stutta hvíldar-bið,

Líkt og ekkert óútsungið
Ætlaði sér að skilja við.

Nú var, yfir hverjum hljómi
Hugarléttis gleðiblær.

Svo sem yfir aftanheiðið,

Öðrum morgunroða slær:

“Mér sú lausa lyga-huggun
Loksins vanst til einkis góðs:

Týnt ei verði um alla eilífð,

Einum dropa hetjublóðs:

Hvort sér hafi ei eytt til einkis,

Efi brennur mér í sál,

Þeir sem láta líf sitt fyrir
Logið, ranglátt, tapað mál.

Ein hjá mér sú vona viðreisn
Vakir, á skari framtímans:

Síðar verður þrekið þeirra
Þjónn í ríki sannleikans.

Spáin sú er huggun helzta:

— Horfi eg fram um drauma-lönd —
Yfir tál og tjónin okkar,

Tendrist viti á hverri strönd.

Grun þeim að mér gat hún hvíslað:
Guð og Paradísir manns,

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 02:15:36 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/andvokur/5/0200.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free