- Project Runeberg -  Andvökur. Eftir Stephan G. Stephansson / V. 1908-1923 /
198

(1909-1923) Author: Stephan Guðmundsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Endur-ómar.

— Úr dæmisögunni um rika manninn og sálminum:
„Stabat mater dolorosa”. —

Hrokkinn upp úr hinztu kvölum,
Helsár, starði augum fölum
Hermaður í hnignum val —

Alt var feigra blóði blandið,

Bælið hans — og föðurlandið,

Jörðin hverfð í dauðans-dal.

Eins og blossi úr eldibrandi
Út sem sloknar, snar-leiftrandi
Hendist upp í hinzta sinn,

— Þó fyrir augum skjóti skýi
Skref úr síðsta lífsins vígi —

Opnast hjarta-himininn.

Þá er gleymd öll fölsuð fræði.

Friður á jörðu, sátt og gæði
Verða instu óska köll.

Hjöðnuð fjarlæg hæða-löndin —
Heima-jörð á lengstu böndin,
Fastheldnari en önnur öll:

Ekki fyrir mig — en mína!

Móðir jörð, í ásýnd þína
Fram sé borin bænin mín —

Lát ei koma í kvalastaðinn
Kyntan mér, og framúr vaðinn,

Börnin þín né börnin mín!”

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 02:15:36 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/andvokur/5/0202.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free