- Project Runeberg -  Andvökur. Eftir Stephan G. Stephansson / V. 1908-1923 /
197

(1909-1923) Author: Stephan Guðmundsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Eru draumar óframkomnir,
Ávísun á framtíð hans.

Það hefir mér viðhald verið,
Vetrarkveldin dimm og löng!

Eins og vorsins frelsis-fegni,

Fagnar lóu og þrasta söng”.

VI.

Út var sungin harpan hennar.
Höndlaði strengi þögnin löng,

Eins og hljómnæm hallar-kirkja
Hljóðnar, þar sem kórinn söng —

Eg spratt upp. Hún sat að sínu,
Saknaðsfögur, niðurlút.

Rétti henni hinztar kveðju
Hönd, og hvarf í skuggann út.

Kæra þökk fyrir kveldsöng þennan!
Kvaðst oss báðum vöku-þor.

Löngu fyrir aftur-elding,

Út þó brenni ljósin vor!

Ómar hans um húmið fylgja,
Hrakningsmanni 11111 tál-lönd ýms.
Sem á brjósti, að heiman hafður,
Helgur dómur pílagríms.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 02:15:36 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/andvokur/5/0201.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free