- Project Runeberg -  Andvökur. Eftir Stephan G. Stephansson / V. 1908-1923 /
223

(1909-1923) Author: Stephan Guðmundsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Loksins birtist landsins sonum
Lausnarinn, frá stór-þjóðonum.

Búsifjum í baslsins hörku,

Birtist guð á eyðimörku.

Ekki samt inn sami bjálfi,

Sem að forðum varð að kálfi.

Sá var kanske galla-gripur
Gullkálfur, en meira en svipur.
Þessi, á öllu er tölum tekur,
Tilviljana kaupskap rekur.

Það er ekki í hans fræði
Auka-bót við landsins gæði.

Hefir aðeins hitt í vöfum:
Hækkanir í tölustöfum.

Heimskurnar að hagsmun gerði —
Hefir selt og sprengt í verði
Ekrur, sem í eilífð blána
Úti um Hornafjarðar-mána.

Lætur föl í feta-tölu,

Fátækum til gróða-sölu
Kerin svörtu — er kallast þarna
“Kolasekkir” — milli stjarna.

II.

Jörð og himin-skautin skinu
Skildingum, frá hjálpræðinu.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 02:15:36 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/andvokur/5/0227.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free