- Project Runeberg -  Andvökur. Eftir Stephan G. Stephansson / V. 1908-1923 /
242

(1909-1923) Author: Stephan Guðmundsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Þeim höfrum til vinstri, sem efist á því!

Ivendu um morgundag, klerkur!

Kominn dag minstu ei á!

Frá gömlu girndunum, klerkur!

Og gömlu dygðunum seg!

Frá skrílnum, sem stelur — frá launmorða-lýð —
Frá losta, ef nágrannans kona er fríð —

Ef kvenfólkið varðveiti sakleysi sitt,

Á sama þá standi um manngildið hitt!

Um klækina gömlu, klerkur!

Kenn. En um nýja þeg!

Komdu við annara, klerkur!

Kaun — þau er allir sjá!

Við mannsins, sem bölvar — sem erju-karl er —
Sem ölteiti þreytir — sem konuna ber —

Sem verka-múg lokkar að leggja af störf —

Þó lífs-stritið tómt sé hans einasta þörf!

Komdu við annara, klerkur!

Kaun — Sneið mínum hjá!

1921

Dansmeyjarnar í Babyion.

Fáklæðin sín, forn og ný,
Fljóðin gegnum skinu,

Vóru svo sem engu í
Öðru en sakleysinu.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 02:15:36 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/andvokur/5/0246.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free