- Project Runeberg -  Andvökur. Eftir Stephan G. Stephansson / V. 1908-1923 /
243

(1909-1923) Author: Stephan Guðmundsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Landvörnin í Grjótunagörðum.

Hrímtröllin, á Hrungnis tíð,
Heimbygð sína að geyma
Bjuggu út í orra-hríð
Alla Jötunheima.

Hæpið var, í hug að sjá,

Hvernig annars færi,

Hafra-Þór ef herjaði á
Heimsku landamæri.

Gleiðir settu þursar þeir
Þing að Heimakryti.

Gnægð var þar af lausum leir,
Langtum minna af viti.

Samþykt var: “Til styrks og stríðs
Steypum tröll úr leiri!

Sú skal verða láðs og lýðs
Landvörn — öllum meiri.”

“Hæð og digurð röðum rétt —
Rastir níu og hálfa” —
í þá lögun upp var sett
Ásýnd Mökkurkálfa.

«

Þar stóð risamynd sú, með
Meskni-svipinn álfa.

Enginn hafði áður séð
Uppskafnari bjálfa.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 02:15:36 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/andvokur/5/0247.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free