- Project Runeberg -  Andvökur. Eftir Stephan G. Stephansson / V. 1908-1923 /
244

(1909-1923) Author: Stephan Guðmundsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Hégómlegu hrímtröllin
Handaverk sín dáðu,

Klöppuðu lof í lófa sinn,

Lyftu raust og kváðu:

“Þessari okkar vörn og von
Verður ei margt að falli!

Hann er eins og Össursson
Upp’á ræðupalli.

1920

“Drottinn, eg er inn kominn í þetta þitt hús!”

Meðhjálparinn:

Dýri drottinn minn!

Meðvitundin:

Er hann kannske kominn inn?

Meðhjálparinn:

Kominn hér í húsgarð þinn!

Meðvitundin:

Segðu ei hvernig sé það fengið!

Meðhjálparinn:

Annara um Lúthers-lærdóminn
Held’r en skyn og skilninginn!

Meðvitundin:

Sópaðu gólfið sannkristinn!

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 02:15:36 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/andvokur/5/0248.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free