- Project Runeberg -  Andvökur. Eftir Stephan G. Stephansson / V. 1908-1923 /
271

(1909-1923) Author: Stephan Guðmundsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Hampar þrúðg og þúsund-glömpuð,
Þoku-beltuð hlíða-kelta.

Núpar og strendur Norðurlanda
Nú eru sólar höfuðbólin.

Opnar landið, mikil-myndað,
Myndablöð sín öll í röðum:
Afdals-göng að endilöngum
Undra-heim, þar vaka og dreyma
Jarðarmögn, í megingjörðum
Móðufjalla og hveravalla.

5. 7. ’17

Skersbóndinn.*

Eg skunda úr mínum skuggabæ
í skeri mínu í eyðisæ,

Og nökkvann minn úr nausti dreg,

Um nesjarastir brýt mér veg.

Þú veizt ei kannske hver eg er
Að kóngseign mín er flæðisker,

En á nú sókn í sólskin inn,

Er sigli eg inn á fjörðinn þinn,

Mér ókunn leið mun auðfundin ,

Þó ekki kenni eg bæinn þinn.
p]g veit, að þú átt hérað hér,

Og heima þar, sem fegurst er.

* Sbr. íslenzkar þjó’ösögur, um vættina, seni bjuggu
í skerjum og námu til sín konur,

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 02:15:36 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/andvokur/5/0275.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free