- Project Runeberg -  Andvökur. Eftir Stephan G. Stephansson / V. 1908-1923 /
272

(1909-1923) Author: Stephan Guðmundsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Og ein ert þú, sem um eg veit,

Bezt ættuð snót í þinni sveit.

Þær eiga glóð þíns augna-báls,

En engin þvílíkt brjóst og háls.

Er opnast dælin dularblá
Frá djúpi inn 11111 fjöllin há,

Úr hulu, sem við himin ber,

Eg hygg þú munir birtast mér.

En kvíð þú ei, eg komi hér
Úr klettadrang, að ræna þér.

Eg lieimta rétt minn, ríki og nýt,

En rán eg smái og fyrirlít.

Þó með þér byðist unun öll,

Sem eyðisker mitt gerði að höll,

Eg hændi ei þig í hamar minn —

En hugarþrá þín brýzt þar inn!

Og ástar þinnar eina veð,

Þau æskuljóð, sem flytjast með,

Eg kveð þér einn, og kærast enn,

Þú kallar ei til þess skipbrotsmenn.

Og ár og dag — og síðsta sinn!
p]g sigli inn á fjörðinn þinn,

Með tún og engi, á og tind
Sem umgjörð kringum þína mynd.

7. 7. ’17.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 02:15:36 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/andvokur/5/0276.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free