- Project Runeberg -  Andvökur. Eftir Stephan G. Stephansson / V. 1908-1923 /
275

(1909-1923) Author: Stephan Guðmundsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Eg þekti svein með biluð bein
í Bárðar för.

En Bárður sá um, seint þó færi
Hans sauða-val,

Að sérhver kind sér bjargir bæri
Úr Bárðardal.

Með nesti gekk frá stofu og stekk
Hver strok-skepnan —

Og karl eg þekki, erþannig fékk
1 þverpokann.

En gadd liefir syðra Bárður barið
Og brugðist sól,

Og þá í muna feginn farið
í fyrri skjól,

Og horft til skýs, er hríð var vís
Og hörkuríkt —

Eg kunni vísu, kveðna á ís,

Sem kalsar slíkt.

Þó Bárður flytti fjallavegi
Sitt fé og mal,

Hann flutti bæ en búsæld eigi,

Úr Bárðardal:

Af kvisti og skóg’ að krafsa snjó
Á kuldabeit

Og hafa þó af nesti nóg
í næstu sveit.

22. 7. ’17.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 02:15:36 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/andvokur/5/0279.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free