- Project Runeberg -  Andvökur. Eftir Stephan G. Stephansson / V. 1908-1923 /
280

(1909-1923) Author: Stephan Guðmundsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Faðmi Eyja-fjarðar mér
Á förnum vegi að loka.

Staddur í gróðrarstöð.

Við trúðum því, á góðra manna gröfum
Grasið ei félli — í vetrarsnjóa köfum
Sígrænar stæðu þær, sem þendi jörðin
Lifandi augu upp úr fanna höfum.

Dys hans, sem lífi rangur dómur rúði,
Réttlætið vafði æfagrænu skrúði.
Syndugum ástum jafnvel nrild var moldin
Mjúklát að gleymdu minningunum hlúði.

Nú lít eg hérna, þar sem auðn var endur,
ódáins-skóg, sem græddu dánar hendur.
Viljinn til góðs í grónu trjánum lifir,
Breiðist á óskum út um fjarri lendur.

Legsteinar eyðast. — Hugurinn er höfnin,
Hlaðin gegn brotsjó. — Ekki mannanöfnin,
Þó að hún gleymi, hverjum eitt skal eigna,
Þau geymir framtíð fegurst minja-söfnin.

Kynslóðin fallna úr flæðarmáli strandar
Fjöruborðs-væflum upp til hæða bandar
Lifandi liöndum gulls og grænna skóga,
Neðan úr gröf — Þeir öfundsverðu andar.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 02:15:36 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/andvokur/5/0284.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free