- Project Runeberg -  Andvökur. Eftir Stephan G. Stephansson / V. 1908-1923 /
286

(1909-1923) Author: Stephan Guðmundsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Fyrri daga að erfa nú!

Hvor þá fékk, í flýtis-kaup,

Fleiri ber í vetlinginn.

Hvort að það sé karlaraup,

Kæri, spurðu ’ann pabba þinn!

Þangað kom í hópinn hún,

— Hún var smali eins og eg —
Fjalladísin björt á brún,
Barnadrotning tiguleg —

Dóttur hennar þekki eg þar,

Þarna í hópnum, tilsýndar. •

Það er hún við þústirnar
Þúfunnar, sem áður var —

Þó þú sért, sem fjarri fer,

Fegurri en mamma þín,

Eg skal tína í ask með þér,

Án þess roðni kinnin mín!

Þarna söng og sveif um mel
Sandlóan við móinn fyr,

Hélt hún hefði vilt um vel,

Væru seinna eggin kyr.

Þarna úr holti horfði á,

Hrafn og eftir berjum sá —

Hvort mun lóa, lipurtá,

Lokka gestinn hreiðri frá?

Skyldu börn í berjamó
Burt frá karli draga sig?

Og með hatt og enska skó
Ætl’ ’ann krunimi þekki mig

4. 8. ’17.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 02:15:36 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/andvokur/5/0290.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free