- Project Runeberg -  Andvökur. Eftir Stephan G. Stephansson / V. 1908-1923 /
287

(1909-1923) Author: Stephan Guðmundsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Við landfestar.

I.

Frá Málmey að Hofdala hjarni

Þig hlýlega breiðirðu, fjörðurinn minn!

Og ennþá finst brottnumdu barni,

Að beztur og rýmstur sé faðmurinn þinn.

Samt óttast eg, ununar-snauðan
í elli þar’hitta þig. — Ganga þér hjá
Um vinasal vildarfólks auðan,

Að veizlunni lokinni og gestunum frá.

Á fjallstind er fölnunar blærinn
Af fjarandi dagsljósi og komandi nótt,

Og skuggsjá þú skjálfandi særinn
Af skýlofti því, sem er haustnátta-rótt,

Og innstreymu öldurnar þínar

Mér úrvinda fylgja, sem vogrek í land —

Hvort eru það útþrárnar mínar
Frá erindisleysu að hníga við sand?

II.

Hvort drúpir enn dalur og víkin

Frá dögunum fornu, er sárast þér hneit,

Að hefna og heimta að þér líkin

Frá höggstokknum danska í landráða-sveit?

Hvort er hún ei gengin sú ganga,

Svo göfug, en harmsamleg, fjörðurinn minn,
Sem gerði þín líkfylgdin langa
í legreit til Hóla með biskupinn þinn?41

* Jón biskup Arason.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 02:15:36 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/andvokur/5/0291.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free