- Project Runeberg -  Andvökur. Eftir Stephan G. Stephansson / V. 1908-1923 /
296

(1909-1923) Author: Stephan Guðmundsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Hrín, að kalla orku og óð
O’n í fallið hinzta.

Þingvalla-ljóð.

I.

Nið’r í þögn, sem þæfir hljóð
Þingvöll göfga, og storkar ilug,
Eg á rústa-stöllum stóð
Stundar-fár.* í þeirra hug,
Sem í ljóði litu þar
Leiði okkar gullaldar.

En úr hinu liorfna þó
Hugum-leiknast varð mér þar,
Hvernig hreysti að heiman dró
Hingað alt, sem prúðast var,
Meðan æska og íþrótt hér,
íslands frægðar, skemtu sér.

Snjalt var fluttur flokkur dýr,
Fangabrekka kvik var þá,

Og á leiksmun bros og brýr
Bentu meyjasæti frá.

Þá var sögð og sjónum verð
Saga og laun úr utanferð.

Hvar sem augað yfir fer
Álas-rún um tjónin vor

* Stundar-fár s. s. þögull um stund.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 02:15:36 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/andvokur/5/0300.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free