- Project Runeberg -  Andvökur. Eftir Stephan G. Stephansson / V. 1908-1923 /
297

(1909-1923) Author: Stephan Guðmundsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Grafin er í grjótið hér,

Gleggra en nýrri kóngaspor–

“Hættu! syngdu svona ljóð
Sízt um Þingvöll, ungri þjóð!”

II.

Meðan byrgði þor og þol
Þverstreym öld og feiknum tryld,
Ætíð geymdu instu kol
E!gils metnað, Gunnars snild.
Brúðir áttu enn í lund
Auðar vörn og Helgu sund.

Þú munt, æska, á þessum reit
Þagga kveinstaf ættlerans,

Er hann sjálfur sér og veit,

Sé á lokum öldin hans,

Sem við höftin heima-kröpp
Hafði týnt, að renna í köpp.

Þín hefir norrænn Ólymp einn
íslands beðið, fylking prúð!
Bráðum tjaldar svanni og sveinn
Sér við Þingvöll nýja búð,

— Öllu fegri en áður samt —
Eiga bæði leikinn jafnt!

Mun ei líkt um lista-svið
Leikið verða hér, sem þá?

Svo að einni utanvið
Elli, sem að hyggur á,

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 02:15:36 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/andvokur/5/0301.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free