- Project Runeberg -  Andvökur. Eftir Stephan G. Stephansson / V. 1908-1923 /
299

(1909-1923) Author: Stephan Guðmundsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

III.

Þegar úr eðjum linda og leirum
Leystir gleðja sig,

Skal eg veðja, að vclgnar fleirum
Við að kveðja þig.

Tækirðu óskorað taumavaldið
Tókstu á þori bezt
Klungur og for — en karga-haldið
Kipti úr spori mest.

Þræddir grend að flúða-flaumi
Fiá og rendan sand.

Augu á lending, afl við straumi
Okkur sendu á land.

Eg lét rakkur jörð oss gleypa:
Jökulslakkana,

Milli klakka hnjúks að hleypa
Hríðarbakkana.

Urðu dvalir gljúfra-gang við,
Gnúps af hala að sjá
Tún og bala bjóða fangið
Brúnum dala frá.

Væri eg hljóður hjá þér seztur,
Holl var góð-spekt þín:

Eins og bróðir beiðst, að gestur
Bæri upp ljóðin sfn.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 02:15:36 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/andvokur/5/0303.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free