- Project Runeberg -  Andvökur. Eftir Stephan G. Stephansson / V. 1908-1923 /
307

(1909-1923) Author: Stephan Guðmundsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Frá víðáttanna Völundstól
Af vitum morgna og kvelds,

Frá álfum ljóss þá liti ber
Þitt lága-ris og veggur hver,

Sem funi í fægðum eir
Af skini báls, úr skuggum, er
í skjólum leynast þeir.

Er værast heimað-horfin för
Og höfn þín er að skuggsjá gjör,
Og siglutré á hverjum knör
í kveldsins myrkvið grær,

Og sérhver hafin veifa í vör
Með vængnum dökkva siær,

En út’ um ljósu-lofta stig,

Um lágnótt, sólin teygir sig
Um bládjúps blæva-ró,

Og geislar auga inn á þig
Til Esju af Snæfells snjó.

Þó hinar fái frægra orð
Sem fleiri unnu barnamorð,

En hafa völd um stærri storð,
Þar stattu vaxtaminst
Sem allsnægjan er yfirborð,

En o’n á skortinn grynst —

Á ríkis-borga breiðastig
í blindri ös, mig dreymir þig
Og finst eg fari þar
Sá eini, er þekki sjálfan sig,
í samki þvögunnar.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 02:15:36 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/andvokur/5/0311.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free