- Project Runeberg -  Andvökur. Eftir Stephan G. Stephansson / V. 1908-1923 /
309

(1909-1923) Author: Stephan Guðmundsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Öll fyrir skemstu ung og ný,

Aflögð skrifli mögur
Feigðar-stafi fallin í.

Fúnar æfisögur!

Eg skal út í vetrar-vind
Varpa lotum kvæða,

Meðan braka í beinagrind
Byljir þeir sem næða.

II.

Þú hefir, bjúgi Byrðingur
Breyzt að svona flaki,

Þegar náheims nyrðingur
Náði á þér taki —

O’n úr sýn, í sandi og möl
Sökkva þér, ert fýsinn —

Molað hefir hlekk úr kjöl
Hryggspennan við ísinn.

Þér varð, Snekkja, heilsuhalt
Hamlið upp í drifin,

Niður súð um sólborð alt
Saumur hver er rifinn.

Svo hafa strengt á, straumföll þaug,
Stuðlum, kröpp og bitum
Hverja þína trausta-taug
Teygt að hinstu slitum.

Knör, þú áttir eitthvert sinn
Ofþröngleitt í veri,

Hefir brotið bóginn þinn

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 02:15:36 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/andvokur/5/0313.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free