- Project Runeberg -  Andvökur. Eftir Stephan G. Stephansson / V. 1908-1923 /
310

(1909-1923) Author: Stephan Guðmundsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Bagalega á skeri.

Þegar sérhvert far og fjöl
Fram á sæ var dregið,

Hefir þú á harðri möl
Haltur síðan legið.

Þér hefir, Gnoð, á víðum ver
Votur roðnað hlýri,

Þegar hrönnin hjó af þér
Höfuðbönd og stýri.

Síðan varst þú heima-hró
Haug og slógi atað.

Hefir enga átt á sjó
Eftir slysið ratað.

Þú hefir orðið, El-liðinn,
Eins fyrir þungum sifjum,
Þegar hjóst á húfinn þinn
Holund inn úr rifjum.

Hefir ei orðið hugfallinn
Hót, af slíku grandi,

Þó að benin blæddi inn,
Bjargað þér að landi.

Skúta, eftir missi manns
Maraðir þú í kafi
Inn á hlévík heima-sands.
Hvelfd um fram á hafi —
Stýrði þér um húmgan hyl
Heim, í byl á jólum,

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 02:15:36 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/andvokur/5/0314.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free