- Project Runeberg -  Andvökur. Eftir Stephan G. Stephansson / V. 1908-1923 /
311

(1909-1923) Author: Stephan Guðmundsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Hann, sem “dró sig dofinn til
Dóttur Jóns á Hólum”.

Ýms að baki eigið þið
Ára-langan toga,

Út á djúpsins yztu mið,

Inst í fjarðar-voga.

Máttuð sum af víðis-vang
Vingluð hallinranga,

Eftir stuttan glæsi-gang,

Götu Ormsins langa.

III.

Ykkur léði list og þrek
Liðsmaðurinn dýri,

Sem að höfuð-lausnum lék
Lífs, við segl og stýri.
Blindi-sjóa þurfti þá
Þor og snild að máta,

Þegar höfn og haf var spá
Heimað-leiðin gáta.

Þá var uppi að fleyta fjöl
Fagur-djarfur voði.

Héldust á uni hjálmunvöl
Hönd og sollinn boði.

Sól-laus yfir sæ og vog
Svarta-dægrin fóru,

Óða-brim og bárusog
Brautarmerkin vóru.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 02:15:36 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/andvokur/5/0315.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free