- Project Runeberg -  Eimreiðin / I. Ár, 1895 /
9

(1895-1975)
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Járnbrautir og akbrautir

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

unglinga mundi hafa aukið afl móður vorrar, Noregs, að mörkum.
Kiær reiknast svo til, að tap það, er Noregur hafi haft af
fólks-flutningunum hjeðan úr landi á árunum 1880—90, muni nema
hjer um bil 15 miljónum króna á ári. Auðvitað er þetta tap ekki
samgönguleysinu einu að kenna. En oss hefur þó fundizt við
eiga að nefna þetta í sambandi við samgöngumálið, því
flutnings-mennirnir hafa vafalaust rjett fyrir sjer i því, að landið gæti komizt
hjá miklu sameiginlegu tapi með því að leggja meira kapp á að
auka og bæta þau samgöngufæri, sem nú á tímum liafa svo
afar-mikla þýðingu fyrir framfarir þjóðanna i efnalegu tillid.

Hverjum augum sem menn líta á málið, hljóta menn þó að
játa, að þeir menn sjeu sannir föðurlandsvinir, sem eru að vinna
að því, að útvega efnaleg lífsskilyrði fyrir því, að margfalt fleira
fólki verði framfleytt í landinu en nú. »Hjer er gnægð akurlendis«,
ef vjer að eins höfuni nægilegt þrek og þekkingu til þess að beita
plóginum og lita fram á við til þeirra hjálparmeðala, sem
hag-virkjafræðin gefur oss kost á að færa oss í nyt.

Flutningsmennirnir hafa ekki látið sitja við það, að Sýna
yfir-burði smábrautanna fram yfir vegina, og benda á hvað reynsla
annarra þjóða hefur sýnt í því efni á síðustu irum. Þeir hafa einnig
reynt að ryðja brautina fyrir hinar nýju járnbrautaframfarir með
algerlega nýjum og víðtækum lögum. í þeim brjóta þeir fyrst og
fremst algerlega bág við þær skoðanir, sem kalla má að
jirnbrauta-löggjöf vor fyrir 50 árum síðan væri byggð á sem sjálfsögðum
grundvelli, nefnilega að járnbrautagjörð væri svo dýrt og
stórkost-legt fyrirtæki, að enginn gæti ráðizt í slíkt, nema ríkið eða útlendir
miljónaeigendur eða fjelög, eins og enska fjelagið, sem þingið 1857
því miður veitti leyfi til að leggja hina svo kölluðu »aðalbraut«
eða Kristjaníu-Eiðsvallarbrautina og halda uppi lestaferðum á henni,
því reynslan hefur sýnt. að það var herfilegt glappaskot. Nú þegar
þriðjungsbrautirnar eða smábrautirnar eiga að fara að koma í staðinn
fyrir hinar gömlu akbrautir sem samgöngufæri hverrar einstakrar
sveitar, og hins vegar heldur ekki er um stærri eða
kostnaðarsam-ari fyrirtæki að ræða en svo, að sveitafjelögin og opt og tíðum
ein-stakir menn hefðu efni á að framkvæma þau, að minnsta kosti með
tillagi úr ríkissjóði, þá getur ríkið farið að láta minna til sin taka;
það getur látið sveitarfjelögin koma öllu á stað, en sjálít látið sjer
nægja að hafa umsjón með, hvernig frá því er gengið. Þar sem
nú þessar smájárnbrautir eru ekki annað en nýtt stig fram á við í

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 22:04:00 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/eimreidin/1895/0015.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free