- Project Runeberg -  Eimreiðin / I. Ár, 1895 /
12

(1895-1975)
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Járnbrautir og akbrautir

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.



sem dregst aptur úr í samgöngubótunum, hún verður lika á eptir
i efnalegu tilliti yfir höfuð.

En eru nú samgöngubætur vorar komnar í það horf, sem
æskilegt væri og gæti verið? Því fer fjarri. Því verður að sönnu
ekki neitað, að akbrautastefnan var mikið stig fram á við frá því
sem áður var. En þó ber þess að gæta jafnframt, að þó búið væri
að leggja akbrautir um land allt þvert og endilangt, f>á værum við
samt hjer um bil heilli öld á eptir flestum öðrum þjóðum í
vega-gerð vorri. Skyldu það vera álög á okkur íslendingum, að við
eigum allt af að vera hálfum og heilum öldum á eptir öðrum
þjóðum? Það lítur næstum út fyrir það. En þau álög eru þá
sannarlega okkur sjálfum að kenna. Hafi hvert sveitarfjelag, hver
hreppur í Noregi ráð á að koma á járnbrautum hjá sjer, ætti þá
öllu hinu íslenzka þjóðfjelagi að vera ofvaxið að koma upp einum
eða tveimur járnbrautarstúfum? Ætli það sje sá munur á
kostnað-inum við járnbrautagerðina á íslandi og í Noregi? Varia.
Lands-lagið er líkt og ekki eru jarðirnar í svo háu verði á íslandi, að
hætt sje við, að land það, er sums staðar kynni að þurfa að kaupa
undir brautirnar, yrði dýrara en í öðrum löndum. Oss er nær
að halda, að kostnaðurinn við járnbrautagjörð á Islandi meira að
segja hlyti að verða öllu minni en i Noregi. Það verður þvi varia
kostnaðurinn, sem verður þvi til fyrirstöðu, að við fáum járnbrautir;
komi þær ekki í nánustu framtíð, þá verður það miklu fremur að
kenna þekkingarleysi, hugleysi og dugle}rsi. En þar er við ramman
reip að draga, sem þetta þrennt er sameinað. Sá fátæklingur, sem
er vel að sjer og hefur einbeittan vilja, getur unnið bug á flestum
örðugleikum, en þeim, sem skortir þor, þrek og þekkingu, verður
flest ómögulegt, þó hann hafi fullar hendur fjár.

Ef alþýða manna á íslandi þekkti járnbrautir og vissi, hve
marg-víslega og margfalda blessun þær hafa í för með sjer fyrir lif og
efnahag manna, þá mundi hún ekki linna látum fyrri en hún væri
búin að ná í þetta mikla töframeðal nútímans. Hún mundi í einu
hljóði heimta af þingmönnum sínum, að þeir legðu fram úr
lands-sjóði svo mikið fje til járnbrautagerða, sem landið framast þyldi.
Já, hún mundi gera meira en það. Yrði sú reyndin á, að landið
gæti ekki risið undir byrðinni, mundi hún leggja á sig nýjan skatt:
járnbrautaskatt. Bóndinn mundi segja við sig sem svo: þó jeg láti
svo sem eitt sauðarverð á ári þangað til járnbrautin er komin á,
hve lengi ætli jeg verði að vinna það upp? Og’ honum mundi

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 22:04:00 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/eimreidin/1895/0018.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free