- Project Runeberg -  Eimreiðin / III. Ár, 1897 /
27

(1895-1975)
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

27

sína byrði á bakinu, — og komust svo af til næsta dags. Þá var
úttektin sótt.

Presturinn skrifaði sýslumanni, og tilkynnti honum látin.
Þorkell skrifaði honum einnig tilkynningu um slys þetta, og það
meS nánari atvikum, og sendi gagngert með brjefið til hans. Með
sendimannínum fjekk hann aptur brjef frá sýslumanni. Með því
brjeíi var hann settur hreppstjóri til bráðabirgða.

Leið svo fram vikan, að ekki bar til tíðinda.

’ V.

Greptrunardagur þeirra feðga var á laugardag. Veður var gott,
en grátt lopt og gráð á háfjöllum. Það var kominn haustblær á
tíðina, enda vóru göngurnar í næstu viku.

Fólkið dreif heim á kirkjustaðinn. Jón hafði verið í miklum
metum í sveitinni, og Bjarni vellátinn, þótt ungur væri; svo tóku
nijög margir þátt í þessari miklu sorg, sem Helga bafði orðið fyrir.
Fyrir allt þetta var jarðarförin mjög fjölmenn.

Hjáleigubændurnir vóru líka raeð. Þorsteinn var
grafarmað-ur; Halldór hafði ekki verið fáanlegur til þess. Hann hafði verið
hálfgert undarlegur og utan við sig þessa viku. Hvenær sem þetta
slys bar í tal, þar sem hann var viðstaddur, eða hann var
spurð-ur eitthvað út í það, gegndi hann litlu, svaraði út í hött, og gekk
burtu, ef hann gat.

»Og jæja, hann er enginn þrekmaður, hann er ekki búinn
að ná sjer eptir það« sagði fólkið, og sárkenndi í brjósti um hann.

Og hann var líka brjóstumkennanlegur; það gat aldrei farið
úr huga lians, þetta sem hann hafði lofað Þorkeli um
morguu-inn. Honum var það ofboðsvel ljóst, að hann átti að ljúga í
prófinu, sem haldið yrði — og Þorkell græddi víst eitthvað á því,
fyrst hann væri að kaupa þá til að Ijúga. Hann var opt orðinn
fastráðinn í því að segja satt, en þá kom Þorsteinn æfinlega, til
þess að stappa i hatin stálinu. Hann sýndi honum þá fram á, að
þetta væri ekki að ljúga, — nei, langt frá — heldur bara að víkja
ögn við — það væri alveg meinlaust; hann væri víst ekki sá
heig-ull að fara að jeta ofan í sig aptur, það sem hann væri búinn að
lofa; hann skyldi lika sjá um það, að hann fengi að borga aptur
þetta tiu króna virði, sem hann hefði fengið í Vjegeirsvik, ef hann
færi að hringla í þessu aptur; það væri heldur ekki við lambið

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 22:04:18 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/eimreidin/1897/0037.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free