- Project Runeberg -  Eimreiðin / III. Ár, 1897 /
105

(1895-1975)
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

105

öskraði utanbúðarmaðurinnn og henti sjer fram yfir borðið; —
Andrjes litli gåt ekki stillt sig, þegar skreiðarhlaðinn hvítur og
þefsterkur var rjett við gómana; hann var búinn að ná í einn
þyrsklinginn.

»Snáfi þið burtu, — og það á augabragði!« . . .

Það flykktust fleiri og fleiri utan um þau, og
heimilishundur-inn, hann Spori, líka; i þann svipinn mundi hann ekkert eptir því,
að hann var kunnugur slátraranum, heldur gelti og urraði i
hæl-unum á beiningahyskinu.

»Burt frá bryggjunni!« . . . Þú ættir að fara í tugthúsið, — þú«
— öskraði kaupmaðurinn bálvondur á eptir þeim. — »Þú ættir strax
að fara í tugthdsið« . . .

Þau hopuðu undan fram bryggjuna og fóru að tinast ofan í
bátinn. Tobías gekk seinastur, lútur og auðmjúkur, óg reyndi að
hlífa þeim, það sem hann gat; það var aðeins seinasta tilraunin
sem hann gerði, þegar hann sagði um leið og hann staulaðist
nið-ur bryggjutröppuna:

»Það hefur ekkert okkar smakkað mat i dag.«

Bátgreyið rúmaði naumlega svona marga, og hópurinn á
bryggjunni þrumaði yfir höfðum þeirra. Aðeins Marta Malvína
leit hörðum augum til hópsins, um leið og hún snöggt og
skjálf-andi breiddi gamalt brekán ofan á tvö yngstu börnin, og hallaði
þeim svo niður i skutinn.

En Matta litla vantaði þó í bátinn. Hann hafði slitið sig
lausan og stokkið upp úr bátnum í einu kasti heim að húsunum.
Eins kvennelskur og bráðsoltinn og hann var, hljóp hann
snuðrandi og snuggandi beint inn í fordyrið, ruddi upp
eldhús-hurðinni og þaut þar inn.

Matti litli kunni nú að hagræða mat; það leyndi sjer ekki til
lengdar, hvað þrifinn og þarfur hann var.

Fyrst byrjaði hann á rjómagrautnum, sem maddama Sörvig,
yfirsetukonan, ætlaði að fara með yfir til konu forsöngvarans, sem
lá á sæng. Fatan með grautnum hafði bara sem snöggvast verið
látinn þarna við aringlóðina. Grisinn stakk trýninu niður i
graut-inn, svo hann ólgaði við hlustirnar. Hann hagræddi ekki öðru
þar i eldhúsinu, en það munaði líka um hann, þar sem hann
snerist að.

Matti litli kom stökkvandi og eldabuskan fokreið á eptir; hún
hrúgaði saman mesta sand af nöfnum og jós yfir hann, og ekki

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 22:04:18 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/eimreidin/1897/0125.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free