- Project Runeberg -  Eimreiðin / III. Ár, 1897 /
113

(1895-1975)
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

ii3

saknaðarstef, sár og alvarleg, þvi að »ástardramnarnir drukkna í
dökk-um öldum lífsins og loforðin fljúga svo ljett fyrir vindi« og hann likir
sjer við Loka: þaö er ástin, sem hefur lagt fjötra á hans frjálsa anda, og
bitrar endurminningar eru sá ormur, sem dreypir eitri stöðugt í munn
honum. — Randers er ekki ólíkur Hannesi Hafstein í ástarkvæðunum hvað
hrynjanda og hljóðfall söngsins snertir, en Hannes er ljettlyndari og
gáskafyllri. — Hvað gefur hann um gullöldur veiga, um gullbauga
auð-æfanna eða lárberjasveig orðstirsins hjá þvi að mega hvíla i faðmi
ást-vinu sinnar og heyra hana hvísla í eyru sjer það orð, sem hann helzt
af öllu vildi hej’ra. En hún skoðar lífið sem dansleik og hefur skipt
sál sinni í smátt, sem eins og smápeningar ganga mann frá manni, og
í draumsjón sjer skáldið pá, sem bregða loforð við þá, sem þeir hafa
unnt, liggja saman nábleika og þjáða og gegnumgráa, samankreysta af
köldum og rökum faðmlögum frostmvrkursdauða.

Sterk og stinn eru hljóðin, er Randers slær á hörpu
endurminning-anna, en opt nær hann einnig fagnaðar-hljómmiklum Drachmannstónum
á gígju sina, sem hann stillir þó nokkuð dýpra en Drachmann. Pó að
mál Norðmanna sje hreimsterkt og hvellt, þá eiga þó frændur þeirra,
Sviarnir, hljómfyllra og raddfegurra mál, eins og skapað fyrir iþrótt
óð-söngsins, enda eiga Svíar nú af Norðurlandaþjóðum meöal hinna yngri
óðskáld óðskáldanna, og mun jeg minnast þeirra siðar.

ViThj. Jonsson.

Hundurinn Garmur.

»Geyr nú Garmr mjök fyr Gnípahelli
festr mun slitna, en freki renna.«

[Völuspå].

I árdaga, þá er mennirnir vóru skapaðír, þá var hundurinn
Garmur einnig skapaður. Hann átti að verja þá gegn ásókn illra
vætta, svo þeir gæti farið hvert er þeir vildi og unnið og starfað
óhindraðir og óhræddir að hverju einu, er þeir áliti sjer hentugast
og hagfeldast.

Mennirnir vóru í fyrstunni fáir, veikir og vesalir. Ular vættir
hrjáðu þá og hröktu, steiktu þá á eldi, suðu þá i katli, fleygðu
þeim i fossa og fyrir björg og hamra; hvergi var þeim óhætt.
Hundurinn Garmur var enn þá veikur og vanburða líka og
megn-aði eigi mikils, svo að hinum illu vættum stóð af honum
eng-inn ótti.

En mennirnir uxu og fjölguðu og jafnframt óx hundinum
Garmi fiskur um hrygg. Hann varð langtum öflgari en aðrir

8

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 22:04:18 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/eimreidin/1897/0133.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free