- Project Runeberg -  Eimreiðin / III. Ár, 1897 /
118

(1895-1975)
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

ii8

inn sier til útnordurs, og sídann, þá blæalogn kom, mestallan
þenn-ann dag, var Regn til Kl. 5, þá hann lietti upp. Um nóttina kom
aptur mótvindur á Landsunnann med stormi og regni.

29. Pá á daginn leid urdum vid ad låta drifa. Um midnætti lygndi,
enn skömmu eptir var Vindurinn kominn til útnordurs med
stör-sjó og hridar regni. Þá datt nidur Brikkseglid, braut Bommann i
sundur bordstokkinn og sló þeim sem vid stirid sat flötum á
deckid etc. etc. På var hark

og Klaufna spark
i Nóa mins ark.

Fiórda vika.

30. Var ennþá kominn Sunnannvindur med litillri giólu, enn hvesti
þeg-ar á daginn leid. Um qvöldid var ofsastormur. Liet þá ockar
háttupplýsti Kapteinn drifa vestur i haf á ný.

October 1. Var hægt vedur framan af; sigldum vid þá aptur á leid
til Færeja, enn þá á daginn leid sneri vindurinn sier til austurs,
og um qvöldid gjördi storm á landsunnann, sem vóx þegar leid
á nótt.

2. Vindurinn á Landsunnann med hridaregni til Kl. 3 E. M. þá hann
létti upp, og kom á útnordann, og gjördi brádum blæalogn. NÚ
sáum vid skip lángt frá ockur, er nockrir meintu Pink, þ:
eins-konar byröingur] adrir Brigg.

3. Sáum þá sömu Pink um morguninn litid á undann ockur, og brúkadi
enginn edur fá segl svo ad hün giæti bedid eptir oss. Setti þá
Kapteinninn upp sitt hátídar flagg, hvörju hitt skipid skömmu seinna
svaradi med ödru af aptasta mastrinu, þvi þad var trimastrad.
Býsna-tima var nú ockar stampur med öllum seglum ad ná henni, sem
loksins vard, svo skipinn lögdust hvört á hlid ödru; töludust þá
skipherrarnir vid. Pinken var frá Kaupmannahöfn, enn kom nú frá
hvalaveidum úr Strat-Davis, hvadann þad ej hafdi verid lengur á
ferdinni enn 3 vikur. Skipherrann hiet Heinbye. Hann spurdi
loks hvört vid skyldum sigla samann, hvad ockar Prestur ej sagdi
géta låta sig giöra, og það med fullum sanni, því strax setti Pinken
til öll segl, og á skammri stundu komst hún lángt fram fyrir ockur,
svo vid ad eins eygdum hana um qvöldid, og sidann höfum vid
ecki til hennar sjed. Nú sáum vid Færeyar. Um qvöldid var
hvass Utsynningur.

4. Var hvass á sunnann-útsunnann med smáskúrum enn hvesti pegar á
daginn leid og gjördi mesta stórsió, sem gieck yfir Deckid, og
einusinni fyllti svo Kabústuna (Matrosa-skálann) ad vard ad ausa
upp úr henni med fötum. Pegar átti ad fara ad halda bænir um
qvöldid stje sjórinn upp i Káhyttugluggann einn og sqvetti
stór-gusum frammyfir bordid, svo ausa vard upp af gólfinu, enn skipid
velltist á ymsum endum, því Logn var. Sidann voru allir gluggar
úrteknir enn aptur látnir i hlerar, sem þeir kalla Port hvad ogsvo
var giört vid einn eda tvo glugga 4 qvöldum ádur.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 22:04:18 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/eimreidin/1897/0138.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free