- Project Runeberg -  Eimreiðin / III. Ár, 1897 /
146

(1895-1975)
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

146

tapa fje við þetta fyrirkomulag, heldur mundi hann, að því er
sjeð verður, beinlínis græða á því.

Ef nú landsjóður græðir fje á þessu fyrirkomulagi, þá liggur
næst fyrir að rannsaka, hvaðan það fje kemur. Fyrst og fremst
sparar landsjóður þá peninga, sem nú eru borgaðir landfógeta i
embættislaun o. fl., en auk þess bætast þeir vextir, sem bankinn
borgar, við höfuðstól landsjóðs sem hreinn ágóði. Hvaðan vextir
þeir, sem ætlazt er til að bankinn borgi landsjóði, komi, munum
vjer skjótt fá sjeð, ef vjer litum á, hver áhrif þetta fyrirkomulag
muni hafa á bankann. Bankinn á að borga landsjóði vexti af því
fje landsjóðs, er hann hefir undir hendi, og auk þess á hann að
standast þann kostnað, er þetta fyrirkomulag hlyti að hafa í för
með sjer. Þennan kostnað getur bankinn unnið upp, fyrst og
fremst með því, að verja peningum landsjóðs þannig, að hann
græði á vöxtunum (afli sjer hærri vaxta af þeim, en hann yrði að
greiða landsjóði), en þó einkum með þvi, að einmitt þetta
fyrirkomulag mundi koma bankanum i nánara samband við menn út
um landið, sjerstaklega kaupmenn, og væri næsta liklegt, að
við-skiptavelta bankans ykist að miklum mun við það, bæði
innan-lands og utan.

Hvað fyrra atriðið snertir, nefnilega að bankinn græði fje á
vöxtunum af peningum landsjóðs, þá ber þess að gæta, að þeir
ættu elcki að standa inni í bankanum sem geymslufje (»depositum«),
heldur sem reikningsfje (»folio«)\ með öðrum orðum, að bankinn
hafi fullan rjett til þess að ráða yfir þessu fje, ef hann einungis
sjer um, að hann geti ávallt borgað ávísanir landsjóðs; en þareð
útgjöld landsjóðs eru borguð á ýmsum timum, og smátt og smátt,
þá er óþarfi fyrir bankann að hafa mjög mikla peninga fyrir
liggj-andi, heldur getur hann ávaxtað þá á ýmsan ábatasaman hátt. Og
ef nú landsjóður þyrfti að borga út mjög stóra upphæð, þá gæti
hann aðvarað bankann um það, svo að nógir peningar yrðu til,
þegar á þeim þyrfti að halda.

Ef litið er nú á eina sjerstaka grein af tekjum landsjóðs,
nefnilega tolla af vörum kaupmanna, þá má skjótt sjá, að mjög mikil
bre}^ting mundi verða á greiðslu þeirra.

I löggjöf vorri er ákveðið, að kaupmenn skuli gjalda
innflutn-ingstoll af vörum sinum, jafnskjótt og þær koma að landi, en
útflutningstoll jafnskjótt og vårån er flutt úr landinu; þó eru þeir
ekki skyldaðir til að borga tollinn þegar i peningum, heldur mega

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 22:04:18 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/eimreidin/1897/0166.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free