- Project Runeberg -  Eimreiðin / III. Ár, 1897 /
161

(1895-1975)
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

i3i

Holdsveikin.

(Skáldsaga).
I.

Veizla, —veizla! Það er gullfagurt orð, þetta orð veizla.
Törframáttur þess hefir snortið okkar beztu tilfinningar, fyrr eða
síðar. Já, það hefir snortið tilíinningar allra lifandi manna, hærri
og lægri. Það hefir fallið með svellandi áhrifum á hug og sál ríkra
sem fátækra, alla leið ofan frá gullkrýnda glópaldanum í einveldis
hásætinu, og niður til hinnar aumustu mannkindar, sem nektiu og
hungrið hefir hlekkjað innan vjebanda sinna. Orðið veizla er eitt
af þeim fáu orðum, sem öll mannveran í hverri mynd og stöðu
sem er, hefir elskað og tilbeðið. Og eflaust verður það svo á meðan
mannheimur er byggður og mannveran er sköpuð til nautna. — Vjer
munum það öll saman svo mætavel, að vjer höfum lifað margar
okkar sælustu lífsstundir, einmitt í veizlum. Vjer munum það lika fyrir
víst, að vjer eigum tildrög og upphöf ýmsra viðburða opt og tíðum
að rekja til einhverrar veizlu. Það sama segir og sýnir sagan.
Orðið veizla er auðvitað ekkert annað en veizla. Tilfelli og
við-burðir, sem bera við í veizlu eru að eins boðflennur innan
veizlu-takmarkanna, rjett eins og hvívetna annarstaðar á lífsleið vorri.
Að búa sig i veizlu er einhver sú tilkomumesta tilhlökkun, sem
mætir oss á lífsskeiðinu. Að minnsta kosti einu sinni á æfinni
hafa allir orðið snortnir af veizlu-tilhlökkun. Sælan hleypur ætið
á undan sorginni á veizlupallinum. Vjer herrarnir munum það
allir, að vjer sáum margar Helgurnar »fögru« og Sigríðarnar
»Eya-fjarðarsólir« í einhverri veizlu í fyrsta sinni. — Og þjer lafðar
munið það svo ljóst og ljúft, að þjer sáuð einmitt í fyrsta sinni
alla Ingólfana og »kóngssoninn« fagra einmitt í veizlu, ásamt
mörgu fleiru.

Margir aldurhnignir og elskulegir foreldrar hafa grátið
fögr-um gleðitárum, og ánægjubrosin hafa signt þeirra fölu varir
einmitt í veizlum barnanna sinna. Já, hver einasta mannvera hefir
notið gullfagurra vona í orðinu veizla.

Og þetta átti sjer einmitt stað með síra Höskuld Konráðsson á
Kálfá, í veizlu sonar hans Konráðs og Asgerðar Gisladóttur.
Fyrir tveim vikum hafði hann gefið þau saman í hjónaband. En
á-nægjubrosið og sæluhýran var ekki vitund farin að rjena nje fölna
á andliti hans. Hann var svo óumræðilega sæll yfir öllu saman.

ii

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 22:04:18 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/eimreidin/1897/0187.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free