- Project Runeberg -  Eimreiðin / III. Ár, 1897 /
162

(1895-1975)
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

162-

Konráð sonur hans var nýútskrifaður ár prestaskólanum með
góð-um vitnisburði; nývígður til Asaþinga, dágóðs prestakalls og
ný-giptur elskuverðri stúlku, sem ekkert var út á að setja. Ungu
hjónin ætluðu nú samt að fara frá honum að fullu og öllu eptir
tvo daga til fyrirheitna brauðsins. Það var ekki nema von, þó
gamli presturinn væri hjartanlega ánægður með hag sonar síns.
Ungu hjónin voru náttúrlega í sjöunda himni sælunnar; já svo
al-sæl og ung! Allt ljek í lyndi: auður, metorð, góð staða,
ástúð-legt hjónaband og draumblíðar framtíðar vonir. — —

Pósturinn var nýkominn með hrjef og frjettablöð. Ungu
hjón-in fengu mikið af brjefum frá vinum og kunningjum. En þau
voru svo sæl, að pau komust tæplega til að lesa þau nema í
hjá-verkum. Pau höfðu svo afarmikið að segja hvort öðru,. og raða
öllu svo nákvæmlega niðnr fyrir framtíðina. Þeim kom saman um
alla skapaða hluti, nema hvort fyrsti litli strákurinn ætti að heita
Höskuldur eða Gísli. —- —

Sira Höskuldur háfði fengið brjef og blöð. En brjefin voru
bara embættisbrjef, sem honum lá ekkert á að lesa svo hann
byrj-aði á frjettablöðunum. Þá var »Skallagrímur« stærsta blaðið í
höf-uðstaðnum. Og hann byrjaði presturinn auðvitað að lesa. Strax
råk hann augun í frjettapistil úr sókninni sinni, sem hljóðaði á
þessa leið:

»Langadalshr. 12. ágúst 18 . .

––-. Hjeðan er allt bærilegt að frjetta. Vorið var kalt og

umhleypingasamt. Skæðar norðan hrynur gjörði um Fardagana, en hey
máttu heita nóg. Fjárhöld uröu því þolandi eptir því sem hjer er
venja til. Siðan um Jónsmessu hefir verið blessuð og hagstæð suraartíð.
Grasvöxtur í góðu meðallagi, einkum á túnum. Og nýting góð. —
Heil-brigði almennt og enginn nafnkunnur heíir dáið. — I gær gaf
sóknar-presturinn okkar saman í hjónaband Konráð son sinn og jungfrú Asgerði
Gísladóttur. Sira Konráð er nýútskrifaöur af prestaskólanum, og
vígð-ur til Ásaþinga. Húsfrú Ásgerður er ættuö af Austurlandi, (af hinni svo
nefndu »Hlíðarætt« þar). Allir hjer í sókn óska þessum ungu
heiðurs-hjónum allra heilla og blessunar i bráð og lengd.« •—-—–-

Prestinum varð eins og hálfórótt. En þetta hlaut að vera
villa, en slæm villa hjá brjefhöfundinum. Asgerður gat ómögulega
verið af »Hlíðarættinni«. Þetta var samt eitthvað óþægilegt og
ertandi. Hann var að rjála við blaðið án þess að lesa. Hann
fletti því hugsunarlaust við. Innan í því råk hann strax augun í

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 22:04:18 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/eimreidin/1897/0188.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free