- Project Runeberg -  Eimreiðin / III. Ár, 1897 /
167

(1895-1975)
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

167

þessum heiðursmönnum! Hver silkihúfan uppafannari Það voru
þeir tímarnir að Skíðaneshjónin töldu ekki eptir sjer að lofa manni
að vera fáeinar nætur, þó allir sjeu búnir að gleyma því nú, þegar
barnið þeirra á i hlut. Þið megið allir eins og þið eruð til fara
til fjandans með ykkar mannkærleika og mannúðar viku og hállan
mánuð. Jeg læt Ara fara heim með mjer í kvöld, og svo þarf ekkert
meira um hann að tala, til næsta vors að minnsta kosti..

»Fannst yður ekki Tobba gamla hrækja hraustlega.« Sagði
prestur við Jón gamla á Heiði, þegar þeir kvöddust.

»Ojú, já, það gjörði hún reyndar. Og okkur öllum til
skammar.«

»Hm, — »til skammar.« Ja, ekki veit jeg nú það, Jón minn!«

»Jú, jeg tek það ekki aptur. Hún hafði ein köllun og kjark
til að gjöra kærleiksverkið. Já, sannarlegt og kristilegt
kær-leiksverk.«

»Og, jæja, skárra er það nú kærleiksverkið, að sýnast.
Þor-björg þykist eiga fullerfitt, og á það líka, þó hún bæti ekki
þun’g-um ómaga við hjá sjer. Og hvað svo? — Aumingja blessuð
börnin hennar verða að líða meira en áður, fyrir þennan
stórbokka-skap hennar.«

»Og nei, prestur minn. Þau hafa aldrei liðið fram dr hófi,
börnin hennar Þorbjargar. Henni leggst ætíð eitthvað til. Og
ver-ið þjer vissir um að svo verður enn þá. Við — nefndin —
vor-um búnir að komast að því, að enginn vildi taka manngarminn.
Og það jafnvel, þó boðið væri tvöfalt eða þrefalt með honum.
Og svo sýndi það sig, að það ætluðu að verða stökustu vandræði
með hann. Þjer þóttust alls ekki geta tekið hann nema eina viku.«

»Það er alveg satt. Jeg gåt ekki tekið hann nema eina viku
fyrir ekki neitt. En sko til, tvö eða þrjú ómagaframfæri með
svona manni er sama og ekki neitt. En það segi jeg yður satt,
að fyrir sjö eða átta ómagaframfæri skyldi jeg hafa tekið hann.
Og það er heimskulegt og skakkt að vera að hlifa opinberu fje,
þó hreppsfje sje, og skaða sjálfan sig. Það er ekki vandfarið með
svona gemlinga. Það grætur enginn, þó þeir hrökkvi upp af
ein-um degi fyrr eða svo. Þá skoðun hefi jeg.«

»Fari allir sira Salömonar, sem eins eru gerðir og þjer i
op-ið hel.....,« sagði Jón um leið og hann stökk á bak Rauð
sinum og hleypti honum á harða spretti suður tröðina. —
Þorbjörg hjelt Ara fram til sumarmála, og var honum sem börn-

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 22:04:18 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/eimreidin/1897/0193.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free