- Project Runeberg -  Eimreiðin / III. Ár, 1897 /
168

(1895-1975)
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

i68i

unum sinum. Honum fjell næsta þungt að þurfa að nota sjer
skörungsskap hennar og góðmennsku. Hann sló sjer þvi á flakk
þetta sumar, og flakkaði víða um Norðurland, hrepp úr hreppi,
bæ frá bæ. Víðast tók fólk honum ósköp vel; það kenndi í brjósti
um þenna aumingja; aumingja, sem engan skyldan átti að;
aum-ingja, sem þessi hryllilega veiki reytti og tætti sundur lifandi;
aumingja, sem öllum kvölum var kvalinn og hörmungum í lifinu;
aumingja, sem átti ekki tilkall til neins á meðal mannanna af því
stundlega. Sannvolaðan aumingja, lifandi uppmálaðan krossbera
allrar eymdar og skelfingar, en þó hluthafa í verkum kærleikans
og kristilegum dyggðum, sem svo grátlega fáir skreyta húsdyr
sin-ar með, þegar sannan þurfamann ber að dyrum þeirra.

Að visu sögðu sumir sveitarráðsmenn, sem vildu låta bera á
lögvizku sinni, að rjettast væri að taka þennan holdsveika mann
og låta flytja hann fátækraflutningi heim á hrepp sinn. En það
kostar nú snúninga eins og annað, og ekkert varð úr þvi.

Um miðjan vetur kom Ari aptur til Þorbjargar, og dvaldi
hjá henni fram á næsta sumar. Var hann þá orðinn mjög farinn.
Pó hóf hann ferð sina suður um land að austanverðu. Purfti þá
að fylgja honum á hesti bæ frá bæ. Unnu þá margir til að flytja
hann, þó að nótt væri komin til næsta bæjar, svo þeir þyrftu ekki
að hýsa hann. Fregnin um hann flaug eins og eldur í sinu langt
á undan honum. Sumt fólk var sem á nálum, svo kveið það
komu hans. Pað skall hurð nærri hælum i einum hreppi, að
hann yrði ekki tekinn og senaur heim á sinn hrepp aptur. En
þá gaf kona honum hest til fararinnar. Hún kenndi svo i brjósti
um hann. En eptir það var hann ekki eins mikið upp á fólk
kominn. Hjelt hann nú leið sina vestur að sunnan unz hann
kom að Kálfá. Pangað hafði ferðinni verið heitið, til husfrú
As-gerðar, þvi þau voru systkynabörn. Var það skömmu eptir mitt
sumar, er hann náði þangað, og var hann þá mjög að þrotum
kominn. Prestshjónin tóku honum með mestu mannúð og
hjúkr-uðu honum á allar lundir. Pau Ijetu hjeraðslækninn skoða hann,
ef ske kynni að hann gæti eitthvað linað sýkina. En hann kvað
engin ráð nje meðul duga hjeðan af, og mundi hann eiga
ör-skammt eptir. Eptir mánaðarveru dó Ari líka hjá þeim hjónum.
Hafði honum hvergi liðið eins vel, sem þar, siðan hann varð
mannaþurfi; enda gerðu þau og útför hans sómasamlega. En svo

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 22:04:18 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/eimreidin/1897/0194.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free