- Project Runeberg -  Eimreiðin / III. Ár, 1897 /
194

(1895-1975)
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

194-

hundi á mannkindurnar, þá myndi hann ekki taka því
möglunar-laust, að höfuðskepnurnar hefðu skip hans að leikfangi en sjáifan
hann að fórnardýri. Þá myndi hann i óviti örvæntingar sinnar
formæla móður sinni, sem bar hann inn i ranghala tilverunnar,
og bölva fæðingardegi sinum af alefli. ,

Og þegar ferðamaðurinn er búinn að ganga allan daginn, þá
sættir hann sig við það, að leggjast fyrir, þar sem nóttin bregður
honum hælkrók. Hann reytir þá á sig mosa eða grefur sig i fonn,
til þess að verja "Sig fyrir vigtönnum næturkyljunnar. Hann
heldur dauðahaldi i sporð tilveru sinnar, sem stöðugt leitast við, að
smjúgja úr greipum hans út í hyldýpi myrkursins, þangað til
sól-in rís úr hafi næsta morgun. Þá gengur hann glaður í bragði
leiðar sinnar og gleymir hörmungum næturinnar. En ef hann
vissi, að fyrrum lá myrkrið læst niðri i undirdjúpunum, þá myndi
hann hrópa til guðs og heimta, að ljósið væri látið drottna i
ein-veldi á jörðunni eins og áður var.

Það eru engin sældarkjör, sem erfiðismaðurinn á. Hann
gengur með þrútnar og knýttar hendur, axlirnar togaðar niður,
hrukk-óttur i traman, og í stagbættum fatagörmum, og getur þó ekki
haft ofan af fyrir sjer og skuldaliði sinu. En ef hann vissi, að
fyrrum lá gullið i hrönnum í öllum árfarvegum og meðfram
sjávarströndinni, og að það var fyrir handvömm forfeðra vorra og
bláberan klaufaskap, að gullið hvarf af yfirborði jarðarinnar — þá
myndi stilling hans snúast upp í djöfulæði og bænir hans upp i
ljónsöskur.

Og ef smölunum væri kunnugt, að fyrrum var þokan i
móð-urlifi, og eyðimerkurfaranum og jökulgöngumanninum, að þá þurfti
ekki að óttast fellibyljina i auðninni — þá myndu þeir kannast við,
að það er ekki rjetthverfan, sem snýr upp á voð tilverunnar nú á
dögum; þeir myndu kannast við að hún er illa jöðruð og með
óteljandi tannrifum.

Þó vilja allar skepnur lifa, kvikindið i moldinni, sem varla
hefir spannarviðan sjónleildarhring, engu síður en maðurinn, sem
i ofurhuga fávizku sinnar manar höfuðskepnurnar í fangbrögð við
sig, en sem hann stendur þó ekki músarbragð. Hversu sljó sem
hugsunin er og skoðanirnar ólikar, þá geta þó allir skilið og
öllum komið saman um, að dauðinn sje ægilegur. En ef það
frjett-ist, að fyrrum var dauðinn hafður í virkjum uppi hvelfingum hins

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 22:04:18 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/eimreidin/1897/0220.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free